Liverpool ætti að setja allt púður í að semja við varnarmaninn Marc Guehi í sumarglugganum að sögn fyrrum varnarmanns félagsins, James Tomkins.
Tomkins segir að Liverpool þurfi á Guehi að halda en hann er sterklega orðaður við félagið og leikur með Crystal Palace.
Tomkins telur að Guehi sé miklu betri leikmaður en Ibrahima Konate sem spilar í vörn Liverpool og að Englendingurinn myndi styrkja liðið gríðarlega.
,,Ég hef alltaf haldið því fram að hann myndi henta Liverpool fullkomlega. Hann og Virgil van Dijk í öftustu línu væri ansi gott par,“ sagði Tomkins.
,,Ibrahima Konate er góður leikmaður og allt það en Marc er í öðrum gæðaflokki. Hann yrði risastór fengur fyrir Liverpool.“