Liverpool er tilbúið að leggja fram annað tilboð í framherjann Alexander Isak með einu skilyrði en hann spilar með Newcastle.
Isak þráir ekkert meira en að komast til Liverpool í sumar en fyrsta tilboði liðsins upp á 120 milljónir var hafnað.
Ástæðan er að Newcastle vill fyrst fá inn mann í stað Isak og er á eftir Benjamin Sesko sem leikur með RB Leipzig.
Newcastle hefur gengið illa að ná samkomulagi við þýska félagið en Sesko er einnig á óskalista annarra liða í Evrópu.
Samkvæmt Mail þá er Liverpool opið fyrir því að bjóða aftur í Isak með því skilyrði að Newcastle tryggir sér framherja á næstu dögum.
Ef ekki þá munu þeir ensku horfa annað og er áhuginn enginn fyrir því að bíða þar til að glugginn lokar í lok mánaðar.