Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur staðfest það að Liverpool hafi lagt fram tilboð í sóknarmanninn Alexander Isak.
Isak er á leið aftur til Englands að sögn Athletic en hann hefur undanfarið verið að æfa á Spáni hjá Real Sociedad sínu fyrrum félagi.
Howe vonast til að sjá Isak aftur í treyju Newcastle en hann leitast sjálfur eftir því að komast annað og þá til Liverpool.
Howe veit af tilboði Liverpool en hann fékk að heyra af því degi seinna.
,,Ég fékk að heyra af tilboðinu í gær og veit að því var hafnað en það var gert án þess að ég vissi,“ sagði Howe.
,,Fólkið á Englandi er að sjá um þessa hluti. Ég veit ekki hvað gerist næst. Við munum styðja Alex eins og við getum og ég vona að hann spili aftur í treyju Newcastle.“