Virkilega skondið atvik átti sér stað á dögunum eftir leik Tottenham við Arsenal í æfingaleik í Asíu.
MMA bardagamaðurinn Choi Hong-man var mættur á völlinn en hann er frá Suður-Kóreu líkt og Son Heung Min.
Son er leikmaður Tottenham en hann er verulega smávaxinn í samanburði við Choi sem er 218 sentímetrar á hæð.
Choi ákvað að halda á Son eins og smábarni eftir sigur á Arsenal og hafði sóknarmaðurinn ekkert nema gaman að.
Choi er 44 ára gamall en hann er mikill aðdáandi um fótbolta og fylgist vel með landa sínum sem spilar á Englandi.
Son hefur sjálfur staðfest það að hann vilji fara í sumar og reyna fyrir sér hjá nýju félagi.
Myndband af þessu má sjá hér.
Mixed martial arts star Choi Hong-man picking up Sonny 😭pic.twitter.com/cPnwZJOHLQ
— Lilywhite Rose (@Lilywhite_Rose) August 2, 2025