Callum Wilson hefur skrifað undir samning við lið West Ham og mun leika með félaginu í vetur.
Wilson er þekktur í enska boltanum en hann var síðast hjá Newcastle og kemur til West Ham á frjálsri sölu.
Framherjinn hefur verið án félags í einhvern tíma en samningur hans við Newcastle rann út í sumar.
Wilson er 33 ára gamall í dag en meiðsli hafa sett strik í reikning leikmannsins í raun allan hans feril.
Wilson skoraði 47 mörk í 113 leikjum fyrir Newcastle í deild og var fyrir það duglegur að skora fyrir Bournemouth.