Heung Min Son mun ekki spila með Tottenham á næsta tímabili en hann er á leið til Bandaríkjanna.
Son hefur spilað með Tottenham undanfarin tíu ár en han er 33 ára gamall í dag og er á leið í nýtt ævintýri.
LAFC í Bandaríkjunum er að tryggja sér þjónustu leikmannsins sem bað sjálfur um að fá að yfirgefa Tottenham í sumar.
Son er goðsögn í augum stuðningsmanna Tottenham en hann lék 454 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 173 mörk.
Fabrizio Romano segir að skiptin verði staðfest mjög bráðlega og eru góðar líkur á að Son endi feril sinn í MLS deildinni.