Dele Alli er að íhuga það að leggja skóna á hilluna aðeins 29 ára gamall en þetta kemur fram í Gazzetta dello Sport.
Alli er miðjumaður Como á Ítalíu en hann hefur verið þar í sex mánuði og spilað aðeins einn leik.
Alli er fyrrum leikmaður Tottenham en hann hefur lítið sem ekkert spilað síðustu ár og virðist eiga erfitt með að koma ferlinum aftur af stað.
Como ætlar ekki að nota Alli á næsta tímabili en hann er samningsbundinn félaginu til 2026.
Englendingurinn ku því vera að íhuga að hætta sem væri virkilega sorglegt enda um frábæran fótboltamann að ræða.