Jorrel Hato er genginn í raðir Chelsea en hann kemur til félagsins frá Ajax í Hollandi.
Um er að ræða spennandi varnarmann en hann getur spilað í miðverði og einnig í vinstri bakverði.
Skiptin hafa legið í loftinu í nokkrar vikur en Hato er 19 ára gamall og hefur allan sinn atvinnumamannaferil spilað með Ajax.
Þrátt fyrir að vera 19 ára hefur leikmaðurinn spilað yfir 120 leiki fyrir aðallið Ajax sem er stærsta félag Hollands.
Hann á einnig að baki sex landsleiki fyrir Holland og gerir nú sex ára samning við enska stórliðið.