fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Hato staðfestur hjá Chelsea

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. ágúst 2025 18:08

Jorrel Hato er efnilegur. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jorrel Hato er genginn í raðir Chelsea en hann kemur til félagsins frá Ajax í Hollandi.

Um er að ræða spennandi varnarmann en hann getur spilað í miðverði og einnig í vinstri bakverði.

Skiptin hafa legið í loftinu í nokkrar vikur en Hato er 19 ára gamall og hefur allan sinn atvinnumamannaferil spilað með Ajax.

Þrátt fyrir að vera 19 ára hefur leikmaðurinn spilað yfir 120 leiki fyrir aðallið Ajax sem er stærsta félag Hollands.

Hann á einnig að baki sex landsleiki fyrir Holland og gerir nú sex ára samning við enska stórliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Markavélin skrifaði undir í Lundúnum

Markavélin skrifaði undir í Lundúnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íhugar að hætta 29 ára gamall

Íhugar að hætta 29 ára gamall