Bruno Fernandes hefur ekki áhuga á að færa sig til Sádi Arabíu en hann er á óskalista Al Nassr þar í landi.
Fernandes er fyrirliði Manchester United en hann myndi hækka gríðarlega í launum með að færa sig til Sádi.
Blaðamaðurinn Chris Wheeler hjá Daily Mail fullyrðir það þó að Fernandes muni ekki taka skrefið og að áhuginn sé enginn.
Fernandes hafnaði boði frá Sádi síðasta sumar og virðist vera ákveðinn í að koma United aftur í hóp þeirra bestu.
Al Hilal reyndi að fá Fernandes í fyrra og bauð honum himinhá laun en Portúgalinn neitaði og ætlar að halda sig á Englandi.