Chelsea er með leikmann í sínum röðum sem getur orðið betri en Lionel Messi en þetta segir fyrrum ekvadorski landsliðsmaðurinn, Calros Tenorio.
Tenorio virðist vera mjög hrifinn af sóknarmanninum Kendry Paez sem hefur verið lánaður til Strasbourg í Frakklandi frá þeim ensku.
Paez er 18 ára gamall og kom til Chelsea í sumar en hann á að baki 18 landsleiki fyrir Ekvador og hefur í þeim skorað tvö mörk.
Chelsea ákvað að lána leikmanninn til Strasbourg eftir komu til félagsins og mun hann fá spilatíma í Frakklandi í vetur.
,,Hann er með allt til þess að verða betri en Leo Messi og betri en Neymar en það mun velta á honum og hans fólki,“ sagði Tenorio.
,,Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé svona leikmann, hann er með allt í vopnabúrinu til að verða einn alra besti fótboltamaður heims.“