Federico Chiesa er í dag orðaður við mjög óvænt félag en hann er á mála hjá Liverpool á Englandi.
Allar líkur eru á að Chiesa verði seldur í sumar en hann fékk lítið sem ekkert að spila með Liverpool í vetur.
Samkvæmt SportsBoom þá er Celtic nú að sýna leikmanninum áhuga en um er að ræða stærsta félag Skotlands.
Fulham og Atalanta eru einnig orðuð við leikmanninn sem gæti verið lánaður annað út tímabilið.
Chiesa er sagður vilja snúa aftur heim til Ítalíu og er Atalanta því líklegasti kosturinn.