fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Besta deildin: Jafnt í tveimur leikjum

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. ágúst 2025 18:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nú lokið í Bestu deild karla en áhorfendur fengu sex mörk í viðureignum kvöldsins.

Breiðablik gerði jafntefli við KA á heimavelli þar sem mikil dramatík var undir lok leiks í stöðunni 1-1.

Mikael Breki Þórðarson kom KA yfir snemma leiks en Blikar jöfnuðu úr vítaspyrnu á 31. mínútu.

Í blálokin virtust Blikar hafa tryggt sér sigurinn en mark liðsins eftir hornspyrnu var dæmt af og var gríðarlegt ósætti með þá ákvörðun.

FH og Víkingur áttust þá við hálftíma síðar og lauk þeim leik með 2-2 jafntefli í Kaplakrika.

FH komst tvívegis yfir í leiknum en Nikolaj Hansen og Sveinn Gísli Þorkelsson svöruðu fyrir gestina í bæði skipti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Starf Solskjær sagt vera í mikilli hættu

Starf Solskjær sagt vera í mikilli hættu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Markavélin skrifaði undir í Lundúnum

Markavélin skrifaði undir í Lundúnum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Luke Littler með ráð fyrir United: ,,Þurfum að taka hann af þeim“

Luke Littler með ráð fyrir United: ,,Þurfum að taka hann af þeim“
433Sport
Í gær

Arteta viss um að Gyokores geri meira í næsta leik

Arteta viss um að Gyokores geri meira í næsta leik
433Sport
Í gær

Manchester United nú orðað við Isak

Manchester United nú orðað við Isak
433Sport
Í gær

Liverpool hótar að hætta við

Liverpool hótar að hætta við
433Sport
Í gær

Chelsea að fá 20 milljónir fyrir meiðslapésa

Chelsea að fá 20 milljónir fyrir meiðslapésa
433Sport
Í gær

Þremenningunum bannað að æfa með United

Þremenningunum bannað að æfa með United