Tveimur leikjum er nú lokið í Bestu deild karla en áhorfendur fengu sex mörk í viðureignum kvöldsins.
Breiðablik gerði jafntefli við KA á heimavelli þar sem mikil dramatík var undir lok leiks í stöðunni 1-1.
Mikael Breki Þórðarson kom KA yfir snemma leiks en Blikar jöfnuðu úr vítaspyrnu á 31. mínútu.
Í blálokin virtust Blikar hafa tryggt sér sigurinn en mark liðsins eftir hornspyrnu var dæmt af og var gríðarlegt ósætti með þá ákvörðun.
FH og Víkingur áttust þá við hálftíma síðar og lauk þeim leik með 2-2 jafntefli í Kaplakrika.
FH komst tvívegis yfir í leiknum en Nikolaj Hansen og Sveinn Gísli Þorkelsson svöruðu fyrir gestina í bæði skipti.