Eins og margir vita þá er Douglas Luiz að leitast eftir því að komast burt frá Juventus en hann er mjög ósáttur hjá félaginu.
Luiz hefur ekki verið í lykilhlutverki eftir komu frá Aston Villa og lék aðeins 19 deildarleiki í vetur.
Hann hefur neitað að mæta á æfingar félagsins til að koma skiptum í gegn en Luiz vill snúa aftur til Englands.
Luiz var hvergi sjáanlegur í byrjun undirbúningstímabilsins hjá þeim ítölsku og var sektaður fyrir sína framkomu.
Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála Juventus, hefur nú tjáð sig um hegðun leikmannsins.
,,Leikmaðurinn sýndi öllum liðsfélögum sínum vanvirðingu,“ sagði Comolli við blaðamenn.
,,Allir leikmenn þurfa að bera virðingu fyrir treyjunni sem þeir klæðast. Hann hefur síðan þá beðið okkur alla afsökunar.“