Fabrizio Romano hefur í raun staðfest það að Chelsea sé á eftir vængmanni Manchester United, Alejandro Garnacho.
Garnacho hefur verið orðaður við Chelsea í allt sumar en hann er líklega á förum frá United fyrir næsta vetur.
Romano segir að Chelsea sé á eftir bæði Garnacho og Xavi Simons en sá síðarnefndi spilar með RB Leipzig.
Báðir leikmenn vilja ganga í raðir Chelsea sem virðist ætla að bæta við sig þremur leikmönnum áður en tímabilið hefst.
Romano tekur fram að engar viðræður séu byrjaðar við Garnacho eða United en að hann sé ofarlega á óskalista Chelsea.