EA FC sem áður var undir nafninu FIFA kemur út á næstu vikum en um er að ræða leikinn EA FC 26 og nú er komið í ljós hverjir eru bestir í leiknum.
Fimm leikmenn fá 91 í einkunn í leiknum en mest er hægt að fá 100, þar er um að ræða tvær konur sem eru í spænska landsliðinu.
Mohamed Salah, Kylian Mbappe og Rodri eru einnig með 91 í einkunn og gera vel.
Virgil van Dijk og Erling Haaland koma þar á eftir með 90 í einknunn en það er sama einkunn og Jude Bellingham fær.
Tíu bestu í EA FC 26
Mohamed Salah – 91 OVR
Kylian Mbappe – 91 OVR
Rodri – 91 OVR
Alexia Putellas – 91 OVR
Aitana Bonmati – 91 OVR
Virgil van Dijk – 90 OVR
Raphinha – 90 OVR
Erling Haaland – 90 OVR
Jude Bellingham – 90 OVR
Caroline Graham Hansen – 90 OVR
Pedri – 90 OVR