Markvörður PSG, Gianluigi Donnarumma, hefur ekki gefist upp á því að tryggja sér félagaskipti áður en félagaskiptaglugginn lokar 1. september.
Að svo stöddu er Manchester City líklegasti kosturinn. ef Ederson yfirgefur félagið. City vilja þó halda í brasilíska landsliðsmarkvörðinn, þrátt fyrir mikinn áhuga frá Galatasaray.
Ensku meistararnir eru meðvitaðir um að félagaskiptaglugginn í Tyrklandi er opinn til 11. september, tíu dögum lengur en í Englandi sem gæti haft áhrif á stöðu mála.
Með það í huga hefur City þegar rætt grundvallaratriði mögulegs samnings við bæði PSG og fulltrúa Donnarumma. Upphaflegar viðræður hafa þó sýnt fram á talsverðan mun á því sem félögin vilja borga eða fá, og Donnarumma vonast til að PSG lækki kröfurnar þegar nær dregur lokadegi gluggans.
Donnarumma, sem er kominn á sitt síðasta samningsár, er ekki í framtíðarplönum PSG, eftir að tilraunir til að semja um nýjan samning runnu út í sandinn.
Enn er möguleiki á því að Ederson og Donnarumma verði áfram hjá sínum félögum. Ef ekkert gerist fyrir 1. september, ætlar Donnarumma að endurmeta stöðuna í janúar.