Það er óvissa um framtíð Ruben Amorim í stjórastólnum hjá Manchester United. Einhverjir leikmenn eru farnir að efast um stöðu hans. The Guardian fjallar um málið.
United er með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðir ensku úrvalsdeildarinnar og féll úr leik úr enska deildabikarnum í vikunni á niðurlægjandi hátt, með tapi gegn D-deildarliðin Grimsby í vítaspyrnukeppni.
United tekur á móti nýliðum Burnley í ensku úrvalsdeildinni á morgun og við tekur landsleikjahlé. Innan leikmannahópsins er hópur sem telur að Amorim muni jafnvel ekki lifa það af.
Spilar inn í hversu þrjóskur Portúgalinn er varðandi leikkerfi sitt, en hann virðist alls ekki vilja bregða frá 3-4-3 kerfinu, sem hefur hingað til ekki gengið vel hjá United.
Stjórnin er sögð standa við bakið á Amorim en ef úrslitin lagast ekki gæti vel verið að hann hætti sjálfur, frekar en að breyta um leikkerfi eða slíkt.
Amorim tók við United síðla síðasta hausts af Erik ten Hag. Tókst honum ekki að snúa gengi liðsins við og hafnaði það í 15. sæti deildarinnar í vor.
Leikurinn við Burnley á morgun gæti haft afar mikið að segja og ekki víst að Amorim lifi það af að tapa þeim leik.