„Stuðningshópur kvenna sem eiga maka sem halda með Manchester United,“ heitir nýr Facebook hópur sem Jóhanna Helga Sigurðardóttir hefur safnað.
Unnusti hennar er stuðningsmaður Manchester United en gengi liðsins undanfarin ár hafa reynt á stuðningsmenn félagsins.
United féll úr leik gegn Grimsby í deildarbikarnum á miðvikudag en liðið er í fjórðu efstu deild og áfallið því mikið.
Jóhanna hefur ákveðið að stofna hóp þar sem konur í svipaðri stöðu geta fengið hjálp við erfiðum dögum þegar United gerir í brækurnar innan vallar.
„Daginn kæru meðlimir, erfiður dagur í gær. Mikið tuð, stöndum saman,“ skrifar Jóhanna í færslu í hópinn.
Einn meðlimur svarar því svo að. „Gærdagurinn var sérstaklega erfiður,“ skrifar konan.
Ekkert hefur gengið hjá United frá árinu 2013 þegar Sir Alex Ferguson lét af störfum, félagið hefur eytt miklum fjármunum í leikmenn og reglulega skipt um þjálfara en ekki náð fyrri takti.