Newcastle virðist hafa opnað möguleikann á því að Alexander Isak yfirgefi félagið samkvæmt Sky Sports, eftir að félagið festi kaup á þýska framherjanum Nick Woltemade.
Stjórinn Eddie Howe tjáði sig á föstudag um stöðu mála en sagðist óviss um framtíð Isak, á meðan Arne Slot, stjóri Liverpool, gaf til kynna að félagið myndi halda áfram að skoða markaðinn fram að gluggalokum á mánudag.
Spurður hvort Isak verði áfram hjá Newcastle, sagði Howe: „Það er erfitt fyrir mig að gefa einhver svör með vissu. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, því ég er ekki sá sem sér um þessi mál. Ég hef enga nýja uppfærslu frá því sem ég sagði síðast. Ég er einungis að einbeita mér að því að fá leikmenn til félagsins.“
Slot var ekki síður dularfullur í sínum svörum: „Ef það er rétt að Newcastle hafi fengið sér nýjan sóknarmann, þá er það gott fyrir Eddie, sérstaklega þar sem Anthony Gordon er í banni og Isak hefur ekki æft undanfarið.“
„Eins og alltaf reynum við að fá leikmenn sem geta styrkt okkur. Það er engin ástæða, eftir fyrstu tvo leikina, til að kvarta eða segja að við þurfum nauðsynlega fleiri leikmenn. En ef við getum styrkt hópinn fyrir rétt verð og með rétta leikmanninn þá munum við gera það.“
„Við skulum sjá hvort eitthvað gerist.“