Fabian Hürzeler, þjálfari Brighton, segir að hann sé algjörlega sannfærður um að miðjumaðurinn Carlos Baleba verði áfram leikmaður félagsins eftir að félagaskiptaglugginn lokar 1. september.
Baleba hefur verið orðaður við Manchester United í sumar, en Brighton hefur haldið fast í þá afstöðu að leikmaðurinn sé ekki til sölu.
„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana,“ sagði Hürzeler á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Manchester City um helgina.
Þjálfarinn bætti við að hann telji enginn frekari leikmannakaupa vera í vændum hjá Brighton og að hann sé mjög ánægður með mannskapinn sem hann hefur til umráða fyrir komandi tímabil.
Hürzeler er yngsti stjóri deildarinnar en hann er á sínu öðru tímabili með Brighton.