Líkurnar á að Manchester United kaupi markvörðinn Senne Lammens frá Royal Antwerp eru minni en margir töldu.
Sky Sports segir að United sé ekki með neitt samkomulag við belgíska félagið og ekki heldur við Lammens.
Ruben Amorim vill fá markvörð áður en glugginn lokar á mánudag og sgeir Sky auknar líkur á að þetta gangi ekki upp
United er með verðmiða í huga og ætlar félagið ekki að borga meira.
Búist er við að eitthvað gerist hjá United á næstu dögum en óvíst er hvort það verði markvörður eða miðjumaður sem kemur til félagsins.