Ruben Amorim stjóri Manchester United hefur sofið sama og ekki neitt eftir tap liðsins gegn Grimsby í fyrradag.
Þannig segja enskir miðlar að leikmenn United hefi skilað sér á æfingasvæði United klukkan 01:00 um nóttina eftir leikinn.
Amorim og lærisveinar hans héldu þá heim á leið en Amorim hefur varla náð að leggjast á koddann.
Hann var aftur mættur á æfingasvæði liðsins klukkan 07:00 eða sex klukkustundum síðar.
Leikmenn United mættu á æfingu klukkan 11:00 og því hafði Amorim góðan tíma til að fara yfir leikinn kvöldið áður í deildarbikarnum.
Stjórinn er undir mikilli pressu í starfi og fari illa gegn Burnley um helgina gætu örlög hans hreinlega verið ráðinn.