Xavi Simons er að skrifa undir hjá Tottenham, hann gerir fimm ára samning með möguleika á tveimur í viðbót.
Tottenham borgar 60 milljónir evra fyrir kappann sem virtist á leið til Chelsea í sumar.
Chelsea ákvað hins vegar ekki að láta til skara skríða og Tottenham hoppaði inn.
Xavi er hollenskur landsliðsmaður sem hefur átt góð ár í Þýskalandi en áður var hann hjá PSG.
Félagaskiptaglugginn lokar á mánudag og er búist við að Tottenham kaupi fleiri.