fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

433
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur margt átt sér stað á bak við tjöldin í þýska fótboltanum á 21. öldinni. Twitter-reikningurinn The Upshot rifjar upp nokkrar ótrúlegar sögur frá síðustu tveimur áratugum rúmum.

Cristoph Daum
Árið 2000 var Cristoph Daum við það að landa starfi sem landsliðsþjálfari Þýskalands þegar sögur af honum sem þátttakanda í hópkynlífi bárust.

Átti hann einnig að hafa notað mikið af kókaíni. Daum bauðst til að taka próf en það kom í bakið á honum því þau voru jákvæð.

Schalke
Vorið 2001 héldu leikmenn, þjálfarar og stuðnignsmenn félagsins að liðið væri orðið þýskur meistari eftir sigur í lokaumferðinni.

Það sem fólk á vellinum vissi hins vegar ekki var að leikur Bayern Munchen var ekki búinn. Bayern skoraði á lokaandartökum leiksins og tryggði sér Þýskalandsmeistaratitilinn.

Oliver Kahn
Markvörðurinn Kahn var ansi skautlegur karakter og alls ekki allra. Árið 2003 fór hann frá óléttri eiginkonu sinni til að vera með 21 árs gamalli stelpu. Sjálfur var hann 34 ára.

Uli Hoeness, forseti Bayern Munchen, frétti af þessu og sagði: „Mig langar til þess að æla.“

Veðmálahneyksli
Árið 2005 fór allt í háaloft í þýskum fótbolta þegar veðmálabrask kemur upp. Spilltir dómarar og leikmenn tóku þátt.

Í einum leiknum skoraði leikmaður Hertha Berlin svo furðulegt sjálfsmark að hann var handtekinn, grunaður um að vera þátttakandi í spillingunni. Það kom í ljós að hann var saklaus og því sýknaður.

Jens Lehmann
Lehmann var ansi sérstök týpa. Eitt sinn hafði hann átt í nágrannaerjum þar sem tré nágrannans skyggði á útsýni hans.

Lehmann fór einfaldlega út með keðjusög og reddaði málunum sjálfur.

Kappinn var að vísu gripinn á öryggismyndavélum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Færa tvo leiki í Bestu deildinni

Færa tvo leiki í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brottför Mainoo vel möguleg miðað við nýjustu fréttir

Brottför Mainoo vel möguleg miðað við nýjustu fréttir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Í gær

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Í gær

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir