Jadon Sancho, kantmaður Manchester United, er að skoða möguleika sína nú þegar félagaskiptaglugginn nálgast lokun.
Nokkur félög hafa sýnt 25 ára Englendingnum áhuga, en hann lék á láni hjá Chelsea á síðustu leiktíð.
Roma hefur mikinn áhuga á að landa Sancho, en að svo stöddu vill leikmaðurinn ekki flytjast til Ítalíu.
United myndi helst vilja selja Sancho á varanlegum samningi, en með aðeins fimm daga eftir af glugganum er ekki útilokað að annað lán verði niðurstaðan.
Sancho er kominn á síðasta ár samnings síns við United, þó félagið eigi möguleika á að framlengja hann um tólf mánuði.
Talið er að United muni framlengja samning Sancho ef hann fer á láni til að missa hann ekki frítt á næsta ári.