Ruben Amorim stjóri Manchester United er heldur betur í heitu sæti og gæti brátt þurft að taka poka sinn.
Eftir þjá leiki á tímabilinu eru stuðningsmenn United margir að missa trúna, tap gegn Grimsby í deildarbikarnum í gær var þungur biti að kíkja.
Amorim hefur stýrt United frá því í desember á síðasta ári en hann hefur í heildina stýrt 45 leikjum.
Aðeins 16 leikir hafa unnist, en 17 hafa tapast. Árangurinn er langt undir væntingum.
Tólf leikir hafa endað með jafntefli og sigurhlutfall Amorim því aðeins rétt rúm 35 prósent.
Stjórinn frá Portúgal þarf að finna svörin og það hratt en ljóst er að pressan mun halda áfram og verða óbærileg ef ekkert breytist.