Newcastle hefur náð samkomulagi við Stuttgart um kaup á þýska landsliðsmanninum Nick Woltemade.
FC Bayern hefur í allt sumar reynt að kaupa Woltemade af Stuttgart en ekki viljað borga uppsett verð.
Eftir að hafa reynt við marga í sumar mætti Newcastle með 80 milljónir evra á borðið og Woltemade gengur í raðir félagsins.
Woltemade var ekki í plönum Stuttgart í fyrra en kom sér inn í liðið og sló í gegn.
Hann verður dýrasti leikmaður í sögu Newcastle en líklegt er talið að félagið selji svo Alexander Isak til Liverpool á næstu dögum.
🚨 Newcastle United reach agreement with Stuttgart to sign Nick Woltemade. Deal for 23yo #VfB forward worth €75m + €5m add-ons. Germany international targeted all summer by Bayern Munich but on course to join #NUFC. W/ @ChrisDHWaugh @SebSB @TheAthleticFC https://t.co/JUz5Wk3svd
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 28, 2025