Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var snöggur að raka af sér yfirvararskeggið í sumar í kjölfar þess að dóttir hans sagði það skelfilegt.
Guardiola, sem hefur náð ótrúlegum árangri með City, Barcelona og Bayern Munchen, vakti athygli í sumar fyrir skeggið en það fékk ekki að hanga lengi.
„Dóttir mín sagði að það væri skelfilegt, svo það þurfti að fara,“ segir hann um málið.
Maria Guardiola er dóttirin sem um ræðir. Hún er vinsæll áhrifavaldur með næstum milljón fylgjendur á samfélagsmiðlum.