fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 12:35

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að Breiðablik hafi aðeins unnið Virtus frá San Marínó með naumindum í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í Sambandsdeildinni hafa veðbankar engar áhyggjur af Blikum á útivelli í kvöld.

Margir gerðu ráð fyrir að Íslandsmeistararnir myndu valta yfir Virtus í Kópavogi í síðustu viku en 2-1 varð niðurstaðan. Það er því enn verk að vinna fyrir seinni leikinn.

Veðbankar telja þó allar líkur á að Blikar fari áfram. Stuðull á sigur í kvöld er 1,26. Stuðull á jafntefli er þá 4,63, en það myndi auðvitað duga til að fara áfram. Stuðullinn á sigur Virtus er aftur á móti 7,22.

Breiðablik er einum leik frá því að fara í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Yrði það í annað skiptið sem liðið kemst á þetta stig keppninnar, en það fór í riðlakeppnina fyrir tveimur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brottför Mainoo vel möguleg miðað við nýjustu fréttir

Brottför Mainoo vel möguleg miðað við nýjustu fréttir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erfitt val bíður Arnars – „Ég ætla ekki að væla yfir því“

Erfitt val bíður Arnars – „Ég ætla ekki að væla yfir því“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl