fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum enski landsliðsframherjinn Emile Heskey telur að Liverpool og Newcastle United muni ná samkomulagi um kaup á Alexander Isak á lokadögum félagaskiptagluggans og hann spáir því að Svíinn slái í gegn á Anfield.

Englandsmeistararnir reyndu þegar að tryggja sér þjónustu Isak með 110 milljóna punda tilboði í byrjun mánaðarins, en því var hafnað. Á sama tíma neitaði framherjinn að taka þátt í æfingaferð Newcastle til Asíu og sneri þess í stað aftur til æfinga hjá fyrrum félagi sínu, Real Sociedad.

Í síðustu viku gaf Isak út yfirlýsingu á Instagram, þar sem hann sakaði félagið um brotin loforð og vantraust. Newcastle brást fljótt við með eigin yfirlýsingu þar sem staðfest var að skilyrði fyrir sölu hans væru ekki uppfyllt.

Á meðan á þessu stóð hefur Newcastle átt erfitt með að finna arftaka. Tilraunir til að fá Liam Delap og João Pedro runnu út í sandinn, báðir gengu í raðir Chelsea. Hugo Ekitike fór til Liverpool, og Benjamin Šeško gekk í raðir Manchester United fyrir 73 milljónir punda fyrr í mánuðinum. Nú er Eddie Howe og hans liði að reyna að landa Yoane Wissa frá Brentford og Jørgen Strand Larsen frá Wolves.

„Ég held að þessi lið [Liverpool og Newcastle] nái samkomulagi,“ sagði Heskey.

„Það er svekkjandi hvernig þetta hefur þróast, en í raun gæti það komið báðum aðilum vel að leysa málið.“

„En staðreyndin er sú að þegar þú ert með samning við leikmann, þá ertu með öll spil á hendi. Ég kenni Newcastle ekkert um, þeir verða að reyna að fá sem mest fyrir verðmætasta leikmann sinn. Allt þetta umstang sem er í kringum þetta núna og pressan sem fylgir því er eitthvað allt annað en ég upplifði sjálfur.“

Heskey bætti við: „Ef þessi félagaskipti gerast, þá er fyrsta skrefið að njóta þess. Aðdáendurnir á Anfield munu elska þig. Eitt það besta við stuðningsmenn Liverpool er hvernig þeir standa við bakið á leikmönnum sínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heimsfrægur maður breytti útliti sínu eftir ummæli dóttur sinnar – Mynd

Heimsfrægur maður breytti útliti sínu eftir ummæli dóttur sinnar – Mynd
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arnar: „Mjög stór stund fyrir mig og mína fjölskyldu“

Arnar: „Mjög stór stund fyrir mig og mína fjölskyldu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar