Leiktímum tveggja leikja í Bestu deild karla hefur verið breytt.
Leikur ÍA og Aftureldingar fer nú fram mánudaginn 15. september, í stað þess að fara fram daginn áður.
Breiðablik leikur þá við ÍBV sama dag, en leikurinn átti sömuleiðis að fara fram á sunnudeginum.
ÍA – Afturelding
Var: Sunnudaginn 14. september kl. 14.00 á ELKEM vellinum
Verður: Mánudaginn 15. september kl. 16.45 á ELKEM vellinum
Breiðablik – ÍBV
Var: Sunnudaginn 14. september kl. 14.00 á Kópavogsvelli
Verður: Mánudaginn 15. september kl. 18.00 á Kópavogsvelli