Xavi Simons leikmaður RB Leipzig fékk leyfi frá félaginu að vera í London næstu daga í von um að fá félagaskipti í gegn.
Þannig segir Florian Plettenburg blaðamaður í Þýskalandi að Tottenham Hotspur hafi látið Leipzig vita að félagið vilji kaupa hann.
Chelsea hefur verið að eltast við Simons í fleiri vikur en ekki náð að ganga frá kaupum á honum.
Tottenham hefur mikinn áhuga á að fá hollenska landsliðsmanninn og hann er sagður opinn fyrir því.
Leipzig vill fá 70 milljónir evra fyrir Simons. Chelsea er enn í samtalinu en Tottenham er farið að setja meiri kraft í málið.
Formlegt tilboð er komið á borðið frá Tottenham en ekki frá Chelsea.