Viðræður milli Victor Lindelöf og Fiorentina ganga mjög vel og er leikmaðurinn nálægt því að ganga í raðir félagsins á frjálsri sölu.
Varnarmaðurinn varð samningslaus í sumar eftir átta ár hjá Manchester United og hefur hingað til ekki fundið sér nýja vinnuveitendur.
Það er að breytast þar sem viðræður við Fiorentina eru á lokastigi. Aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum.
Hjá Fiorentina myndi Lindelöf auðvitað spila með íslenska landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni.
🚨🟣 Understand Fiorentina are progressing well in talks to sign Viktor Lindelöf!
Negotiations advancing with Lindelöf keen on the move but details yet to be clarified before here we go. pic.twitter.com/r2EaqJZc7b
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 28, 2025