Hjá Liverpool ríkir bjartsýni á að félagið landi Marc Guehi fyrir gluggalok ef marka má helstu miðla á Englandi.
Guehi er fyrirliði Crystal Palace en hann hefur verið orðaður við Liverpool í allt sumar. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum og Lundúnafélagið því opið fyrir því að selja hann fyrir rétt verð til að missa hann ekki næsta sumar.
Talið er að Liverpool sé til í að greiða um 40 milljónir punda fyrir Guehi, en félagið mun ekki láta plata sig í að borga of mikið í sumar þar sem leikmaðurinn verður fáanlegur frítt á næsta ári.
Félagaskiptaglugganum verður skellt í lás á mánudagskvöldið og þarf að loka dílnum fyrir þann tíma.