Chelsea hefur náð samkomulagi við Manchester United um kaup á Alejandro Garnacho fyrir 40 milljónir punda.
Chelsea ætlaði sér að borga um 25 milljónir punda en United fór fram á 50 milljónir punda til að byrja með.
Ruben Amorim vildi Garnacho burt og Chelsea var eina félagið sem Garnacho hafði áhuga á.
Garnacho fær sjö ára samning hjá Chelsea og þarf því ekki að hafa áhyggjur af peningum í framtíðinni.
Garnacho er 21 árs gamall en United fær 10 prósent af kaupverðinu ef Chelsea selur hann.
🚨 Chelsea reach agreement with Manchester United to sign Alejandro Garnacho. Deal for 21yo winger worth £40m fixed fee + 10% sell-on clause. Contract to 2032 – medical scheduled for London on Friday as Argentina int’l joins #CFC from #MUFC @TheAthleticFC https://t.co/ERbiG8Qx6d
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 28, 2025