Jakub Kiwior varnarmaður Arsenal er á leið til Porto og verður fyrst um sinn lánaður.
Kiwior er 25 ára gamall pólskur varnarmaður en hann kom til Arsenal fyrir tveimur árum.
Kiwior hefur verið í aukahlutverki hjá Arteta en fer nú á láni og Porto mun svo kaupa hann.
Pólski varnarmaðurinn spilaði á Ítalíu í tvö ár áður en hann kom til Arsenal.
Arsenal er vel mannað í öfustu línu og því komst Kiwior ekki í lykilhlutverk og leitar því á önnur mið.