fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Patrick Pedersen hafði fundið fyrir sársauka um langt skeið áður en hann sleit hásinina

433
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besti framherji Bestu deildarinnar, Patrick Pedersen sleit hásin fyrir tæpri viku í úrslitum bikarsins þegar Valur tapaði gegn Vestra.

Um var að ræða mikið áfall fyrir danska framherjann og Val en samkvæmt Dr. Football hafði Patrick mikið kvartað undan sársauka í hásin vikurnar fyrir leikinn.

„Hann sagði mér að Patrick hefur verið að kvarta undan í hásin í allt sumar, hann sagði að þetta hefði verið þaggað niður,“ sagði Hjörvar Hafliðason um samtal sem hann átti við mann sem þekkti málið.

Arnar Sveinn Geirsson, einn harðasti Valsari landsins sagði þetta satt og rétt.

„Þetta er rétt, hann hefur ekki verið að drepast í allt sumar. Hásinarnar hafa verið aumar, Túfa hefur verið að taka Patrick af velli. Þetta er það tímabil sem hann hefur verið í besta standinu, halda honum í takti. Er hægt að kenna því um að hann hafi slitið hásin? Átti hann ekki að spila bikarúrslitin? Hann er besti leikmaður liðsins og hefur getað spilað.“

„Það voru vísbendingar um að hásinin hafi verið slæm. Valur er ekki með pjúra 9 til að leysa hann af, hefði mátt hugsa það? Pælingin var að nota Birki Jakob í þessu hlutverki en svona er þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Opna samtalið við leikmann Barcelona

Opna samtalið við leikmann Barcelona
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allt bendir til þess að Jackson fari til Bayern

Allt bendir til þess að Jackson fari til Bayern
433Sport
Í gær

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Í gær

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum