Alexander Isak framherji Newcastle hefur verið valinn í sænska landsliðshópinn sem kemur saman eftir helgi. Valið kemur á óvart.
Isak hefur ekki æft með Newcastle frá því síðasta vor en hann vill burt frá félaginu.
Liverpool er að reyna að kaupa Isak en félagaskiptaglugginn lokar á mánudag og ljóst að tíminn fer að renna út.
Svíþjóð er á leið í leiki gegn Slóveníu og Kosovó en sænski framherjinn er 25 ára gamall.
Framtíð hans ætti að koma í ljós fyrir helgi en búist er við að Liverpool leggi fram nýtt tilboð á allra næstu dögum.