Skipti Alejandro Garnacho til Chelsea gætu loks verið að ganga í gegn ef marka má marga miðla í dag.
Kantmaðurinn er ekki í plönum Ruben Amorim hjá Manchester United og má fara. Vill Chelsea fá hann og kappinn vill ólmur fara til London.
Félögin eru nú sögð funda af kappi til að reyna að klára skiptin, en Garnacho mun sennilega kosta um 40 milljónir punda.
Garnacho er aðeins 21 árs gamall og var afar spennandi er hann kom upp í aðallið United. Nú er hann hins vegar ekki inni í myndinni.