Knattspyrnulið ætlaði að fá klámstjörnuna Bonnie Blue sem styrktaraðila í sumar, en hætti við eftir hörð viðbrögð.
Bonnie Blue er á lista yfir áhugaverðustu samstarfsaðila knattspyrnuliða sem enska götublaðið Daily Star birtir.
Enska utandeildarliðið Calstock ætlaði að hafa OnlyFans-stjörnuna framan á treyjum sínum á komandi leiktíð en allt kom fyrir ekki.
Það vakti hörð viðbrögð margra að félagið ætlaði sér að auglýsa Blue, sem er meðal annars þekkt fyrir það að sofa hjá þúsund karlmönnum á sólarhring.
Blue hefur áður verið til umfjöllunar í tengslum við knattspyrnu, en hún fékk bann frá heimavelli Nottingham Forest í vor er hún ætlaði sér að taka þar upp kynferðislegt efni.