fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 21:30

Mynd/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var aldrei vafi í huga Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfari að velja Aron Einar Gunnarsson, fyrrum landsliðsfyrirliða til margra ára, í hópinn fyrir komandi leiki.

Ísland mætir Aserbaídsjan og Frakklandi í fyrstu leikjum undankeppni HM í byrjun næsta mánaðar. Var Aron Einar á sínum stað í hópnum sem Arnar opinberaði í gær.

video
play-sharp-fill

„Við töluðum um það síðast að það væri frábært ef hann fengi fleiri leiki til að vera fit. Það sem gerist er að hann er búinn að vera frábær á undirbúningstímabilinu, spila allar mínútur,“ segir Arnar við 433.is.

Aron er á mála hjá Al-Gharafa í Katar og hefur verið að gera vel þar undanfarið. Hann getur þó ekki tekið þátt í leiknum gegn Aserbaídsjan en verður klár gegn Frökkum.

„Ég hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann. Ef hann er fit er hann mikilvægur fyrir okkar landslið. Hann er í banni í fyrsta leik en á móti Frökkum á þeirra heimavelli, þar mun hans reynsla vera ómetanleg.“

Ítarlegt viðtal við Arnar um nýjasta landsliðshópinn og komandi leiki er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Með rosalegt tilboð frá Sádí Arabíu á borðinu

Með rosalegt tilboð frá Sádí Arabíu á borðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Haaland skiptir um nafn til að heiðra móður sína

Haaland skiptir um nafn til að heiðra móður sína
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær
Hide picture