Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands, mun opinbera hóp sinn fyrir komandi leik í undankeppni HM upp úr klukkan 13 í dag.
Mikil eftirvænting er fyrir vali Arnars. Þetta er þriðja landsliðsverkefnið undir hans stjórn og klárlega það mikilvægasta. Það fyrsta var í vor í Þjóðadeildinni, þar sem íslenska liðið olli vonbrigðum í Þjóðadeildinni.
Strákarnir okkar unnu þá sterkan útisigur gegn Skotum í vináttulandsleik í sumar, áður en þeir töpuðu fyrir Norður-Írum.
Nú er komið að undankeppni HM og nú snýst þetta allt saman um að sækja úrslit. Liðið mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli föstudaginn 5. september. Þar verður að vinnast sigur.
Við tekur öllu erfiðari leikur gegn Frakklandi á útivelli fjórum dögum síðar. Í riðlinum er einnig Úkraína. Ansi líklegt er að Ísland keppi við Aserbaídsjan og Úkraínu um annað sæti riðilsins.