Það var nóg um að vera í leik Vals og Aftureldingar að Hlíðarenda í Bestu deildinni í kvöld.
Heimamenn virtust enn rotaðir eftir tapið í bikarúrslitunum fyrir helgi í fyrri hálfleik, en Mosfellingar leiddu 0-2 eftir hann með mörkum frá Þórði Gunnar Hafþórssyni og Hrannari Snæ Magnússyni.
Það kom annað Valslið til leiks í seinni hálfleik og eftir aðeins nokkrar mínútur minnkaði Marius Lundemo muninn. Aron Jóhannsson minnkaði svo muninn og áður en klukkutími var liðinn af leiknum voru Valsarar komnir yfir með marki Jónatans Inga Jónssonar.
Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði fjórða mark Vals og útlitið gott, en undir lok leiks fékk Afturelding víti. Hrannar skoraði aftur og setti spennu í lokamínúturnar en nær komust gestirnir ekki, lokatölur 4-3.
Valur heldur toppsætinu og er með 40 stig, 2 stigum meira en Víkingur. Afturelding er í 11. sæti með 21 stig, 2 stigum frá öruggu sæti.