fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433

Valur kom til baka og vann dramatískan sigur

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 21:13

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var nóg um að vera í leik Vals og Aftureldingar að Hlíðarenda í Bestu deildinni í kvöld.

Heimamenn virtust enn rotaðir eftir tapið í bikarúrslitunum fyrir helgi í fyrri hálfleik, en Mosfellingar leiddu 0-2 eftir hann með mörkum frá Þórði Gunnar Hafþórssyni og Hrannari Snæ Magnússyni.

Það kom annað Valslið til leiks í seinni hálfleik og eftir aðeins nokkrar mínútur minnkaði Marius Lundemo muninn. Aron Jóhannsson minnkaði svo muninn og áður en klukkutími var liðinn af leiknum voru Valsarar komnir yfir með marki Jónatans Inga Jónssonar.

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði fjórða mark Vals og útlitið gott, en undir lok leiks fékk Afturelding víti. Hrannar skoraði aftur og setti spennu í lokamínúturnar en nær komust gestirnir ekki, lokatölur 4-3.

Valur heldur toppsætinu og er með 40 stig, 2 stigum meira en Víkingur. Afturelding er í 11. sæti með 21 stig, 2 stigum frá öruggu sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Reyna áfram að fá Antony og vona að forráðamenn United gefi eftir

Reyna áfram að fá Antony og vona að forráðamenn United gefi eftir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn