Víkingur vann þægilegan sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Vestra í Bestu deild karla í kvöld.
Nikolaj Hansen kom heimamönnum yfir snemma leiks og áður en stundarfjórðungur var liðin var Valdimar Þór Ingimundarson búinn að tvöfalda forskotið.
Víkingar kölluðu það gott í fyrri hálfleik en eftir rúman stundarfjórðung í þeim seinni skoraði Nikolaj sitt annað mark og kom sínu liði í 3-0.
Birkir Eydal klóraði í bakkann fyrir Vestra á 77. mínútu en Helgi Guðjónsson svaraði með fjórða marki Víkings nánast um hæl.
Meira var ekki skorað og lokatölur 4-1. Víkingur fer á topp deildarinnar með 38 stig, allavega um stundar sakir en nú fer fram leikur Vals, sem var á toppnum fyrir umferðina, og Aftureldingar.
Vestri er í sjötta sæti með 26 stig, þó aðeins 5 stigum fyrir ofan fallsvæðið.