Það er útlit fyrir að Victor Lindelöf, fyrrum leikmaður Manchester United, sé á leið til Fiorentina á Ítalíu.
Varnarmaðurinn varð samningslaus í sumar eftir átta ár á Old Trafford og hefur hingað til ekki fundið sér nýja vinnuveitendur.
Það virðist þó vera að breytast, en Lindelöf er spenntur fyrir því að ganga í raðir Fiorentina.
Everton hefur einnig áhuga á Svíanum en samkvæmt fréttum heillar það hann meira að flytja til Ítalíu.
Hjá Fiorentina myndi Lindelöf auðvitað spila með íslenska landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni.