Liam Gallagher, söngvari Oasis, er víst gríðarlega vinalegur náungi en þetta segir Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Liam er gríðarlega umdeildur náungi en hann er söngvari Oasis sem sneri aftur á árinu eftir að hafa hætt störfum árið 2009.
Guardiola hefur mörgum sinnum hitt bróðir Liam, Noel, en fékk í fyrsta sinn að kynnast Liam á tónleikum í Manchester í sumar.
Spánverjinn hafði ekkert nema góða hluti að segja um rokkstjörnuna og skemmti sér konunglega á tónleikunum.
,,Það var svo gaman þarna. Þeir hafa verið besta rokkhljómsveit heims síðustu 50 árin og ég er svo ánægður með endurkomuna,“ sagði Guardiola.
,,Þetta var í fyrsta sinn sem ég hitti Liam en ég hef margoft hitt Noel. Ég hafði ekki hitt Liam áður en ég hitti hann á tónleikunum og hann var svo vinalegur náungi.“