Orri Steinn Óskarsson var hetja Real Sociedad í kvöld sem spilaði við Espanyol á Spáni.
Orri byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inná í stöðunni 0-2 á 56. mínútu.
Espanyol var 2-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn á útivelli en Sociedad jafnaði metin í þeim síðari.
Orri gerði seinna mark Sociedad á 69. mínútu og tryggði liðinu sitt annað jafntefli á tímabilinu.
Sociedad spilaði við Valencia í fyrstu umferð og lauk þeim leik með 1-1 jafntefli.