Jose Mourinho er nú orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina en hann vinnur fyrir Fenerbahce í Tyrklandi í dag.
Mourinho þekkir vel til Englands en hann hefur þjálfað Chelsea, Manchester United og Tottenham þar í landi.
Enskir miðlar segja að Nottingham Forest sé að horfa til Mourinho en félagið gæti þurft á nýjum stjóra að halda á næstunni.
Nuno Santo, stjóri Forest, er hundfúll í starfinu og hefur viðurkennt að samband hans við eiganda félagsins sé alls ekki of gott í dag.
Ange Postecoglou, fyrrum stjóri Tottenham, er einnig orðaður við starfið og verður fróðlegt að sjá hvað gerist á næstu dögum.