Ansi skemmtilegt atvik átti sér stað í þættinum ‘Doc Zone’ á Sýn Sport en þar er fjallað um enska boltann og þann íslenska.
Hjörvar Hafliðason er umsjónarmaður þáttarins en hann er stofnandi eins vinsælasta ef ekki vinsælasta hlaðvarps landsins, Dr. Football.
Guðmundur Benediktsson eða Gummi Ben eins og hann er yfirleitt kallaður mætti á svæðið í beinni útsendingu með ansi óvænta gjöf fyrir Hjörvar.
Þar fékk Hjörvar áritaða treyju frá David de Gea, markverði Fiorentina, en hann lék lengi með Manchester United.
Hjörvar er mikill stuðningsmaður United en átti alltaf erfitt með að taka De Gea í sátt og gagnrýndi hann reglulega er hann lék með félaginu.
Sonur Gumma, Albert, leikur í dag með Fiorentiona og náðu feðgarnir að græja treyju De Gea sem var árituð af þeim spænska.
,,Handa mér? Vá! Þakka þér kærlega fyrir. Þetta er geðveikt!“ sagði Hjörvar og lyfti treyjunni í kjölfarið.