Það er enn eitt félagið að undirbúa tilboð í miðjumanninn Bruno Fernandes sem spilar með Manchester United.
Þetta kemur fram í enskum miðlum en Fernandes hefur áður verið orðaður við tvö félög í Sádi.
Hann gaf það út í júní að áhuginn væri lítill og að hann hefði aðeins áhuga á að spila áfram með United.
Al-Ittihad er þó sagt vera að undirbúa risatilboð í leikmanninn og myndi hann þéna um 33 milljónir punda á ári hjá félaginu.
Það verður mjög erfitt fyrir Fernandes að hafna því boði en hann er vissulega á mjög góðum launum í Manchester.